Ljótustu bílarnir

http://www.fib.is/myndir/AMC-Gremlin_Ad.jpg
AMC Gremlin. Ekki sérlega fagur.

Í ágústmánuði nk, hyggst Bandaríkjamaður nokkur, Alan Galbraith að nafni, halda sérstæða bílasýningu í Monterey í Kaliforníu. Þar hyggst hann sýna bíla sem hvað ljótastir hafa þótt og þykja. Meðal bílanna sem sýndir verða eru bandarísk „stórslys“ eins og AMC Pacer og Gremlin, Pontiac Aztek og fleiri slíkir. Af evrópskum bílum er ætlunin að sýna Citroen og Yugo bíla sem þykja falla undir skilgreininguna sýningarhaldara á ljótir.

Monterey var fram yfir miðja síðustu öld höfuðstaður sardínuveiða í Kyrrahafinu og gegndi svipuðu hlutverki og Siglufjörður fyrir síldveiðarnar í N. Atlantshafinu. Nóbelsverðlaunarithöfundurinn John Steinbeck var lengi viðloðandi Monterey og er bæriinn sögusvið skáldsögu hans, Cannery Row.

Á þeim tíma sem Galbraith hyggst sýna ljótu bílana er haldin árleg lúxusbílasýning á lúxusgolfvellinum Pebble Bay við Monterey og hugsar Galbraith sér sína sýningu sem einskonar mótvægi við fínheitin á golfvellinum.
http://www.fib.is/myndir/Fiat%20Multipla-1.jpg http://www.fib.is/myndir/Multipla.jpg http://www.fib.is/myndir/Pontiac_aztec.jpg

Allir þesir gætu sómt sér vel á sýningu ljótra bíla. Lengst til hægri er Pontiac Aztek. Hinir tveir eru Fiat Multipla hvor frá sínum tíma. Viss glæsileiki er vissulega yfir ljótleika Fiat bílanna sem vart verður sagt um Pontiac bílinn sem er bara hræðilega ljótur.