Lögfræðingur FÍB dúxar í Yale

Arnaldur Hjartarson lögfræðingur og lögfræðilegur ráðgjafi FÍB og félagsmanna þess, lauk nýlega framhaldsnámi við Yale háskóla í Bandaríkjunum með besta mögulega árangri. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.

http://www.fib.is/myndir/Arnaldur-D.jpg
Arnaldur tv. ásamt deildarforseta lagadeildar
Yale háskóla, Robert C. Post.

 

Lagadeild Yale háskóla er ein virtasta skólastofnun í lögum í heiminum ef ekki sú virtasta. Þeir sem útskrifast þaðan eiga vísan frama í sínu fagi nánast hvar sem er í veröldinni.

Arnaldur og eiginkona hans eru nú á ferðalagi um Bandaríkin en flytja aftur heim til Íslands að því loknu. Samstarfsfólk FÍB óskar Arnaldi og fjölskyldu hans innilega til hamingju með árangurinn.