Lúxus-Hyundai Genesis

http://www.fib.is/myndir/Hyundaigenesis.jpg
Hyundai Genesis.

Koreanska Hyundai sækir nú inn í lúxusbílaflokkinn með bíl sem kallast Genesis. Genesis var sýndur sem frumgerð á síðustu bílasýningunni í New York. Genesis er nú tilbúinn í framleiðslu sem lúxusfólksbíll og sem sportlegur tveggja dyra hardtop eða Coupé.

Genesis á að keppa við sambærilega Audi-, BMW-, Mercedes- og Lexusbíla. Hann verður afturhjóladrifinn og með ýmist V6 eða V8 vélar. Báðar megingerðir Genesis verða sýndar sem fullburða framleiðslubílar á Detriot bílasýningunni í janúar nk. Sala hefst vorið 2008 og verða bílarnir boðnir fram sem árgerð 2009.

Aflmesta vélin verður sem fyrr segir V8 strokka, 4,6 l, rúmlega 300 ha. Við hana verður sex gíra sjálfskipting.