Malbikun í Kömbunum frestað

Hætt hef­ur verið við fram­kvæmd­ir í Kömb­um í dag vegna veðurs. Til stóð að mal­bika ak­rein­ar í báðar átt­ir neðst í Kömb­um en nú hefur verið horfið frá því vegna óhagstæðrar veðurskilyrða.

Þess í stað er stefnt á að mal­bika ak­rein­ar í báðar átt­ir neðst í Kömb­um á morg­un, þriðju­dag. Lokað verður yfir Hell­is­heiði og verður um­ferð beint um hjá­leið um Þrengsli. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00.