Max Mosley verðlaunaður fyrir framúrskarandi starf

Max Mosley, sem hefur gengt formennsku í Global NCAP við frábæran orðstír um árabil, hefur látið af störfum. Global NCAP er skammstöfun fyrir Árekstrar- og öryggisprófun nýrra ökutækja.

Formannaskiptin fóru fram á fundi samtakanna í Antverpen í Belgíu og við þetta tækifæri var Mosley sæmdur hæstu viðurkenningu samtakanna. Ástralinn Lauchlan McIntosh tekur við formennsku af Mosley.

Mosley var Íslandsvinur og sótti meðal annars Umferðaþing sem haldið var hér á landi 2004.

Mosley hlaut hæstu viðurkenninguna fyrir framúrskarandi störf í þágu neytendaverndar og nýsköpunar sem lúta m.a. að öryggi ökutækja.

David Ward, aðalframkvæmdastjóri NCAP, þakkaði Mosley fyrir frábær störf í þágu samtakanna. Ward sagðist tala fyrir hönd margra um allan heim sem myndi aldrei gleyma störfum hans sem stuðluðu að bættu umferðaöryggi um heim allan. Hans framlag til þessara mála verður seint fullþakkað.

Á myndinni til vinstri er Ástralinn Lauchlan McIntosh og Max Mosley.