Mazda best samanskrúfaði bíllinn

http://www.fib.is/myndir/Mazda6.jpg
Mazda 6.

Þeir sem eru að leita sér að bíl til að eiga lengi án þess að eiga í vændum stórvandræði af völdum bilana og ágalla ættu að velja japönsku bíltegundina Mazda og forðast Jeep og Land Rover ef marka má könnun Warranty Direct Company í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Rannsóknin náði til 450,000 þriggja til níu ára gamalla ökutækja frá 33 framleiðendum. Hún fór í stuttu máli þannig fram að athugaðar voru ástandsskoðunarskýrslur bílanna á einu tilteknu ári og þær athugasemdir sem skoðunarmenn gerðu við ástand bílanna.

Athugasemdir reyndust hafa verið gerðar við 46,36% allra bíla af Jeep-tegund og 44,21% allra bíla af Land Rover gerð. Bílar af tegundinni Mazda reyndust hafa fengið lang fæstar athugasemdir í skoðun eða 8,04%. Honda reyndist í öðru sæti með athugasemdir við 8,9% bílanna, Toyota í því þriðja með 15,78% og í því fjórða var Mitsubishi með athugasemdir við 17,4%. Bílar tveggja evrópskra stórframleiðendua bíla; Audi og Renault lentu tiltölulega neðarlega á þessum samanburðarlista því athugasemdir voru 36,74% Audi bíla og 36,87% við Renaultbíla.

Röð tíu bestu bílategundanna – þeirra sem fæstar athugasemdir fengu er þessi:
1. Mazda

2. Honda

3. Toyota

4. Mitsubishi

5. Kia

6. Subaru

7. Nissan

8. Lexus
9. Mini

10. Citroen




Röð 10 neðstu bílategundanna er svona:
23. Volkswagen

24. Jaguar

25. Skoda

26. Chrysler

27. Audi

28. Seat

29 Renault

30. Alfa Romeo

31. Saab

32. Land Rover

33. Jeep