Mazda og Toyota byggja smábíl handa USA

Mazda huggst stofna til samstarfs við Toyota um nýjan smábíl sem byggður verður í Mexíkó fyrir Norðurameríkumarkaðinn fyrst og fremst en líka fyrir S. Ameríku. Framleiðslan hefst 2015 og bílamenn geta sér þess til að um sé að ræða næstu kynslóð  Toyota Yaris.

Með síhækkandi eldsneytisverði eiga smábílar nú meira upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnum en nokkru sinni áður. Til marks um það er Fiat 500 farinn að seljast allvel í Bandaríkjunum eftir að fyrri tilraun til markaðssetningar hans fóru út um þúfur fyrir um tveimur árum.

Þennan aukna smábílaáhuga Bandaríkjamanna vilja Mazda og Toyota færa sér í nyt, en bæði vörumerkin eru þar ágætlega kynnt, meðan Fiat er nýr á markaði. Nýi smábíllinn verður byggður í nýrri verksmiðju Mazda sem Toyota fjármagnar að hluta.