Meðalaldur fólksbílaflotans er rúmlega 12 ár

Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári. Undir lok ársins 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þá er miðað við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.

Árið 2017 var meðaldur allra skráðra fólksbifreiða 12,03 ár. Meðal bíla í hópi hóp-, sendi og vörubifreiða jókst meðaldurinn einnig, fór úr 13,27 árum í 14,43 ár. Af þeim bifreiðum sem í notkun eru var meðalaldurinn 10,6 ár, við lok árs 2018.

Mesta fjölgunin var í flokki bifreiða yfir 20 ára, voru bílar í þeim aldurshóp 40.594, hlutfallsleg aukning frá fyrra ári nam 24%. Í yngsta aldursflokknum, bílum á bilinu 0-5 ára, nam aukningin 12,5% á milli ára og voru 89.900 bílar í þeim aldurshóp. Engin tölfræði er til um stöðuna í Evrópu fyrir árið 2018, en nýjustu upplýsingar ná til ársins 2016. Það ár var meðalaldur fólksbíla um 11 ár á meðan meðalaldur atvinnubifreiða var 12 ár.

 Meðaldur evrópska bílaflotans hefur verið að hækka frá árinu 2013 eða um rétt tæpt ár. Íslenski fólksbílaflotin er því talsvert yngri í samanburði við upplýsingar í gögnum ársins 2016. Meðaldur íslenskra fólksbíla í notkun var 9,91 ár við árslok 2018.