Meiri mynsturdýpt hjólbarða að vetrinum

Breytt hefur verið reglugerð um mynsturdýpt hjólbarða þannig að kröfur um mynsturdýptina að vetrarlagi hafa verið hertar. Lágmarks mynsturdýpt að sumarlagi eða frá 15. apríl til 1. nóvember er áfram 1,6 millimetrar en yfir vetrartímann eða frá 1. nóvember til og með 14. apríl skal mynsturdýptin vera minnst 3 millimetrar.

Að baki þessari breytingu liggja fyrst og fremst öryggissjónarmið. Að vetrarlagi þegar vænta má þess að snjór, mikil bleyta og krap sé á vegum og götum skiptir mynsturdýpt meginmáli um það hvort veggrip er til staðar eða ekki. Eftir breytinguna eru kröfur til mynsturdýptar meira og minna þær sömu hér og á hinum Norðurlöndum.

MAX1 bílavaktin sem rekur hjólbarða-, smur- og viðgerðaþjónustu gerir þessum breytingum og forsendum þeirra ágæt skil á heimasíðu sinni. Þar er útskýrt í máli og myndum hvernig aukin mynstursdýpt eykur veggrip hjólbarðanna og bíllinn verður að sama skapi verður viðráðanlegri í bleytunni og slabbinu og hemlunarvegalengdir styttast. Vænta má þess að við breytingarnar fækki þeim bílum sem þurfa á aðstoð að halda við minnstu breytingar á færð og jafnframt stuðla að fækkun umferðarslysa.
http://www.max1.is/static/files/Ymsar_myndir_af_dekkjum/sjova-veggrip.png