Meiri umferð en í síðustu viku en minni en í fyrra

Umferðin í síðustu viku var meiri en vikuna áður en eigi að síður nokkuð minni en í sömu viku fyrir ári síðan. En umferðin sveiflast alltaf aðeins sem gerir samanburð erfiðari en ella. Eigi að síður fylgir umferðin svipuðu mynstri, sérstaklega ef horft er til ársins 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin í nýliðinni viku, eða viku 8, reyndist 1,3% meiri en í viku 7 á þessu ári.  Ef við hins vegar berum umferðina saman við sömu viku á síðasta ári, reyndist hún rúmlega 4% minni.  Mest dróst umferðin saman á Hafnarfjarðarvegi en minnst um Reykjanesbraut, sjá nánar hér fyrir neðan.

Svo virðist sem umferðin sé að fylgja 2019 ferli, það sem af er ári, þannig ef til vill verður brugðið á það ráð að bera það ár saman við yfirstandi ár eftir viku 12 þar sem þá koma áhrif fyrstu bylgju fram á síðasta ári og skekkir því samanburð við yfirstandi ár.

Hlutfallslegur mismunur á milli ára eftir mælisniðum:  

  • Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk     -7,8%
  • Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi   -0,2%
  • Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku      -5,3%