Mengun frá vélhjólum

The image “http://www.fib.is/myndir/Malaguti.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Sú óvænta niðurstaða birtist nýlega frá opinberri rannsóknastofnun í Sviss að útblástursmengun frá vélhjólum sé meiri og verri en frá bílum. Meðal-vélhjólið sé mmiklu verri mengunarvaldur en meðalfólksbíllinn.
Samkvæmt skýrslunni er vetniskolefnamengun frá dæmigerðu vélhjóli 16 falt meiri en frá meðalbíl. Auk þess komi þrefalt meira kolmónoxíð frá vélhjólinu en bílnum og umtalsvert meira af ýmsum öðrum mengunarefnum.
Vandinn sé sá að vestræn stjórnvöld hafi aldrei tekið mengun frá vélhjólum alvarlega vegna þess hve lítill hluti vélknúinna farartækja í umferðinni séu vélhjól. Því hafi þau aldrei ómakað sig við það að setja jafn strangar mengunarreglur um þau eins og bílana. Og vegna þess hve lítil og létt vélhjól eru í samanburði við bíla sé það almenn trú að þau mengi lítið og fjölmargir hafi í þeirri trú fengið sér vélhjól til að skjótast á í borgarumferð evrvópskra borga í því skyni að draga úr bílnotkun sinni og menga umhverfi sitt minna. En því miður hafi þessi góði ásetningur þveröfug áhrif.
Mörg vélhjól sem í daglegu tali kallast vespur eða skellinöðrur eru með tvígengisvélar. Þær hafa ekki sérstakt smurkerfi eins og bílar, heldur er smurolíunni blandað saman við bensínið og brennur síðan ásamt bensíninu. Eldsneytisbruninn í þessum tvígengisvélum er auk þess mun ófullkomnari og þar með meira mengandi en í bílvélum og við þær er ekki hvarfi sem hreinsar útblásturinn eins og í bílvélum. Allt þetta veldur því að þessar vélar menga mjög mikið. Einhverntíman var fullyrt að um það bil viku sagleg notkun á skellinöðru með tvígengisvél væri álíka mikil og af því að aka litlum nútíma heimilisbíl til tunglsins og aftur til baka.