Menn hljóta að hlusta á sam­tök 18.000 fjöl­skyldu­bif­reiðaeig­enda

 ,,Við leggj­um áherslu á það að stíga mjög var­lega til jarðar varðandi hug­mynd­ir um vegtolla sem eru því miður allt of kostnaðarsam­ar hug­mynd­ir og þetta renn­ur jú allt upp úr sama vas­an­um. Það er eðli­legt að um­ferðin borgi þann kostnað sem af henni hlýst en við höf­um lagt áherslu á það að það er verið að inn­heimta í skött­um og gjöld­um af bíl­um um það bil 80 millj­arða á ári af hálfu hins op­in­bera,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í viðtali við Morgunblaðið um helgina.

Runólfur segir að aðeins hluti af þeim fjár­mun­um er varið til sam­göngu­mála svo það þarf alltaf að skoða þetta í heild­ar­mynd­inni. Runólfur segir ennfremur að FÍB fékk ekki að fylgj­ast með ferli sam­komu­lags­ins þrátt fyr­ir ósk­ir um slíkt.

 „Við óskuðum eft­ir því að fá að kíkja í pakk­ann á fyrri stig­um þegar það var farið að leka út að það væri eitt­hvað í burðarliðnum. Bæði óskuðum við eft­ir því við sam­gönguráðuneytið og sveit­ar­stjórn­araðila svo við erum í sjálfu sér bara að sjá þessa papp­íra fyrst sama dag og skrifað var undir  og svo fengum við frek­ari kynn­ingu sl.föstudag,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Hann er þó vongóður um að stjórn­völd hlusti á sam­tök­in.  „Menn hljóta að hlusta á sam­tök 18.000 fjöl­skyldu­bif­reiðaeig­enda sem eru auðvitað full­trú­ar not­enda. Fram að þessu hafa menn ein­hvern veg­inn ekki haft þann hóp í huga við gerð þess­ara lausna.“

Viðtalið við Runólf í heild sinni má nálgast hér.