Mercedes-Benz áætlar 8 nýja rafbíla fyrir árslok 2022

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og hefur þýski bílaframleðandinn nú tilkynnt áætlanir að kynna 8 nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun er hluti af áætlun Mercedes-Benz sem Ambition 2039 og miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir. Hinu nýju rafbílar munu allir bera EQ nafnið sem er nýtt undirmerki Mercedes tileinkað raf- og tengiltvinnbílum.

Nýr EQA kemur hingað til landsins í febrúar nk. Bíllinn var frumsýndur í hugmyndaútfærslu árið 2017 og kemur nú í fjöldaframleiðslu. EQA er hreinn rafbíll og verður með yfir 400 km drægni skv. WLTP staðli.

Þeir bílar sem einnig eru í farvatninu eru  EQS, EQB, EQE, EQS SUV og EQE SUV. Af þeim koma EQA, EQB og lúxusrafbíllinn EQS strax á næsta ári en sá síðastnefndi verður nýtt flaggskip rafbílaflota Mercedes-Benz. Þeir munu ganga til liðs við núverandi rafbíla frá Mercedes-Benz þá EQC, EQV og eVito Tourer en þeir tveir síðarnefndnu voru frumsýnidr fyrir stuttu hjá Bílaumboðinu Öskju. Sportjeppinn EQC var fyrsti hreini rafbíll Mercedes-Benz en hann kom á markað í fyrra og hefur fengið góða dóma.

Daimler tilkynnti nýlega að fyrirtækið hefði fjárfest fyrir alls 730 milljónir evra í verksmiðju sem mun einblína á framleiðslu á rafbílum frá Mercedes-Benz, en það samsvarar um 118 milljörðum króna. Verksmiðjan er í Sindelfingen í Þýskalandi þar sem fleiri verksmiðjur Mercedes-Benz eru staðsettar og hefur fengið heitið „Verksmiðja 56“. Alls hefur Daimler fjárfest fyrir 2,1 milljarð evra á Sindelfingen svæðinu eða tæpa 340 milljarða króna.