Mercedes-Benz þriðjungshluthafi í átta nýjum rafgeymaverksmiðjum

Bílarafhlöðuverksmiðja.
Bílarafhlöðuverksmiðja.

    Það er markmið Mercedes-Benz að framleiða eingöngu rafknúna bíla þegar næsti áratugur aldarinnar rennur upp. Það þýðir að allir þeir bílar sem þá verða framleiddir árlega þurfa að samanlagt orkurými á geymasamstæðunum sem nemur um 200 gígaWattstundum. Til að mæta því er ætlunin að reisa átta rafgeymaverksmiðjur víðsvegar um veröldina, þar af verða fjórar í Evrópu.

    Mercedes Benz (Daimler) er þó ekki eitt í þessu: Stofnað hefur verið hlutafélagið ACC (Automtive Cells Company). Þrír aðal- hluthafarnir í ACC eru hin evrópsku Totalenergies, Mercedes Benz og Stellantis (Fiat/Chrysler, Opel, Peugeot/Citroen).

    Talsmaður Mercedes-Benz segir við Motormagasinet að hér sé verið að stíga stórt skref í átt til fullrar kolefnisjöfnunar landsamgangna. Í samvinnu við ACC verði þróaðar og framleiddar rafhlöðusellur og ,,klæðskerasniðnir” rafhlöðupakkar sem uppfylla kröfur og þarfir Mercedes. Pottþétt sé að rafhlöðurnar verði þær fullkomnustu og öruggustu hingað til og jafnframt þær hagkvæmustu og stuðla að því að Evrópa verði áfram hjartað og megin forystuaflið í bílaframleiðslu heimsins á nýrri öld – rafbílaöld.