Mercedes staðfestir að nýr jeppi er á leiðinni

http://www.fib.is/myndir/Benz-GLK-2.jpg
Mercedes Benz GLK.

Hjá Mercedes Benz í Stuttgart hefur það nú verið staðfest að nýr jeppi er í burðarliðnum. Hann mun fá gerðarauðkennið GLK og verður nokkurskonar arftaki gamla ferkantaða G-jeppans sem nú er á síðast framleiðsluárinu. GLK jeppinn á að koma á markað um mitt næsta ár. Hann verður framleiddur í Bremen í Þýskalandi.

Í tilkynningu frá Mercedes segir að í úliti verði nýi jeppinn blanda af M-jeppanum og gamla ferkantaða G-jeppanum. Allar tískulínur í útliti séu látnar lönd og leið og yfirbyggingin sé köntuð, lítill halli sé á framrúðunni, afturendinn næstum lóðréttur og þakið nánast flatt. Lýsingin getur vísað til þess að bíllin sé hugsaður fyrst og fremst sem slarkbíll, tilbúinn í hvað sem er og að lúxusinn sé hreint ekki í fyrirrúmi. http://www.fib.is/myndir/Benz-GLK.jpg

Hvað alla tækni og undirvagn varðar er nýi jeppinn skyldastur nýja C-Benzanum og vélar í hann verða að mestu þær sömu og eru í boði í C-bílunum. Sítengt fjórhjóladrif verður staðalbúnaður en driflæsingar verða fáanlegar að því er segir í frétt Auto Motor & Sport. Hann verður samkvæmt tímaritinu á 20 tommu felgum og lengd bílsins verður 4,5 m.