Mest af bótagreiðslum í bílslysum eru vegna minni áverka

Um 80% af bótagreiðslum í ökutækjatryggingum eru vegna áverka þar sem örorka er metin á bilinu 1-15%. Um þetta er fjallað í FÍB blaðinu sem er nýkomið út. Einnig er hægt að nálgast blaðið rafrænt á heimasíðu FÍB.

Rannsókn á bílslysum sem urðu 2016 leiddi í ljós að tekjur tjónþola höfðu aðeins lækkað um þriðjung þess sem nam metinni örorku á bilinu 1-15%.

Tryggingafélögin telja ástæðu til að breyta þeirri framkvæmd skaðabótalaga að greiða bætur samkvæmt örorkumati og frekar ættu bætur að miða við raunverulegt tjón, einkum þegar áverkar leiða ekki til þess að skerða tekjumöguleika viðkomandi einstaklinga.

Tryggingafélögin telja að slíkar breytingar geti leitt til lækkunar iðgjalda ökutækjatrygginga.