Met slegið í bílasölu

Aldrei áður hafa nýskráningar ökutækja verið meiri en á nýliðnu ári. 26.226 ökutæki voru nýskráð 2017. Gamla metið var frá 2007 en þá var fjöldi nýskráðra bíla 25.715.

Fólksbílar var stærsti hluti nýskráðra bíla. Þeir reyndust vera 21.287 þegar upp var staðið og er það aukning um 15% á milli ára.

Þegar nýskráningar eru skoðaðar nánar koma í ljós nokkrar breytingar hvað orkugjafa varðar.

Sala á tengitvinnbílum, eða Plugin-hybrid, hefur tekið mikið stökk. Til marks um það þá seldust 139 bílar í þessum flokkum árið 2015 en á árinu 2017 seldust 1.390 bílar.

Ennfremur hefur sala á rafbílum aukist gríðarlega en hún jókst um 86% á milli árana 2016 og 2017.