Metanknúnir strætisvagnar senn í notkun

The image “http://www.fib.is/myndir/Reykjavik_straeto.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Stjórn Strætó bs ákvað fyrir nokkru að festa kaup á tveimur strætisvögnum sem eru knúnir metangasi í stað hefðbundinnar gasolíu. Metangasið er framleitt af Sorpu á urðunarstaðnum í Álfsnesi.  Hér er því um að ræða innlendan, vistvænan orkugjafa.
Vagnarnir eru af Scania gerð, en þekkja má þá á því að fremri hluti þaks vagnanna er hærri en á hefðbundnum strætisvögnum.  Gert er ráð fyrir að metanvagnarnir verði komnir í fulla notkun í byrjun desember, þeir verða sérmerktir svo ekkert á að fara á milli mála hvaða vagnar eru hér á ferð. Tilraunaakstur er þegar hafinn, sem lofar góðu. Frá þessu er greint á heimasíðu Strætó.Vetnisvagnar Strætó bs hafa ekki sést um nokkurra vikna skeið, en það stendur einnig til bóta.  Vetnisverkefnið hefur nú verið framlengt um eitt ár, og hefst akstur þeirra vagna að nýju einnig í desember.Við munum gera þessum áhugaverðum málum skil á næstunni, þegar bæði metanvagnar og vetnisvagnar verða komnir í fulla notkun.