Metár í sölu bíla hjá Skoda

Skoda bílaverksmiðjurnar í Tékklandi geta svo sannarlega glaðst yfir góðum árangri á síðasta ári. Í uppgjöri fyrir 2018 kom í ljós að fyrirtækið selti tæplega 1,3 milljónir bifreiða. Þetta var í fimmta sinn á jafnmörgum árum að Skoda selur yfir milljón bifreiðar á einu ári. Yfir 33 þúsund manns vinna hjá Skoda um allan heim en fyrirtækið hefur framleitt bíla allt frá 1895.

Salan árið 2018 jókst mest í Rússlandi eða um rúm 30%. Þar seldust rúmlega 80 þúsund bílar en í Evrópu seldust rúmlega 850 þúsund bílar. Í Asíu hefur Skoda átt lengi vinsældum að fagna en í Kína seldust á fjórða hundruð þúsund bílar. Octavia er vinsælasti bíllinn en mesta aukningin í sölu var á Kodiaq og Karoq.

 Styttist í rafmagnsbílinn

Lengi framan af lagði Skoda ekki mikinn þunga í þróun og framleiðslu rafmagnsbíla sökum mikinn kostnaðar. Breyting hefur orðið á í þeim efnum en nú vinnur fyrirtækið að rafmagnsbílr sem ber vinnuheitið Vision E en hann hefur ekki fengið nafn ennþá. Þessi bíl verður mótsvar Skoda við Teslu Model X en stefnan verður að hafa hann töluvert ódýrari.

Skoda verksmiðjurnar stefna að því að fyrsti rafmagnsbíllinn, sem verður ekki undir 300 hestöflum, verði kominn á markað 2020, gangi allar áætlanir eftir. Skoda hefur stór markmið í rafbílaframleiðslu og segir Bernhard Maier, forstjóri fyrirtækisins, að fyrir 2025 verði fimm tegundir af Skoda-rafbílum komnar í sölu.