Metsala nýrra bíla í Þýskalandi

http://www.fib.is/myndir/Bilarod.jpg
Nýir þýskir bílar bíða kaupenda.

Virðisukaskattprósentan í Þýskalandi hækkar um áramótin úr 16 í 19 prósent. Þetta er sögð vera mesta skattahækkun á einu bretti á þýskan almenning síðan heimsstyrjöldinni lauk vorið 1945.

Hækkunin er talin vera ein helsta ástæða þess að sala á nýjum bílum undanfarna mánuði hefur slegið öll met í landinu. Í nóvembermánuði sl. var salan t.d. 18 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Hvað varðar einstakar bílategundir er aukningin í nóvember sl. miðað við sama mánuð á síðasta ári eftirfarandi.

Audi - 26.000 bílar – 21% aukning.
• BMW, Mini - 27.000 bílar 8% aukning.
• Ford - 21.000 bílar – 6% aukning.
• Mercedes - 36.000 bílar - 21% aukning.
• Opel 31.000 bílar – 10% aukning.
• VW 71.000 bílar – 22% aukning.

Samtals 326.000 bílar sem er 18% aukning.