Metumferð á höfuðborgarsvæðinu í nóvember

Umferðin í nóvember á höfuðborgarsvæðinu jókst um nærri fimm prósent sem leiddi til þess að met var slegið að því er fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umfeðrin hefur aldrei verið meiri í nóvember en ekki er útlit samt fyrir að met verði slegið í ár en umferðin verður líklegast rétt undir því sem hún var árið 2019 þegar allt 2022 verður gert upp. 

Umferðin í nýliðnum mánuði á höfuðborgarsvæðinu reyndist tæplega 5% meiri en í sama mánuði á síðasta ári, fyrir þrjú lykilmælsnið Vegagerðarinnar á svæðinu.  Þessi aukning varð til þess að nýtt umferðarmet var slegið í nóvemberumferð á höfuðborgarsvæðinu en umferðin reyndist rúmlega þremur prósentum meiri en gamla nóvembermetið frá 2019.

Umferðin jókst mjög svipað í öllum sniðum eða frá 4,7% upp í 5,0%, eða mest um mælisnið ofan við Ártúnsbrekku en minnst um mælisnið á Reykjanesbraut. Nú hefur umferðin aukist um tæp 2% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Hlutfallslega jókst umferð mest á laugardögum, eða um tæp 11%, en minnst á  miðvikudögum, eða um rúmlega 2%. Mest var ekið föstudögum en minnst á sunnudögum, í nýliðnum mánuði.