Mexíkó - mikið og vaxandi bílaframleiðsluland

http://www.fib.is/myndir/Mexikofani.jpg

Fátt getur komið í veg fyrir það að á þessu ári verði Mexíkó það land sem flesta bíla og bílavarahluti flytur út til Bandaríkjanna af öllum bílaframleiðsluríkjum heims. Þessi útflutningur til Bandaríkjanna er stærri í sniðum en útflutningur bæði Japana og Kínverja. Stærstir í þessum úflutningi til USA eru Kanadamenn en nú lítur út fyrir að Mexíkó sé að sigla fram úr Kanada í þessum efnum.

Kanada hefur um áratugi verið stærsta útflutningslandið í bílum og bílavarahlutum til Bandaríkjanna og í fyrra nam útflutningurinn 15 milljörðum dollara og hefur verið að skreppa saman undanfarin ár. Bílaútflutningur Mexíkómanna hefur hins verið að vaxa um 1-2 milljarða á ári og í fyrra nam hann 14,8 milljörðum dollara.

Á fimmta hundrað þúsund manns starfar nú í bílaiðnaðinum í Mexíkó en störfum þar hefur verið að fjölga undanfarin ár og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Áratugir eru síðan bandarísku bílarisarnir GM, Ford og Chrysler reistu bílaverksmiðjur í landinu en síðan hafa evrópsku framleiðendurnir bæst í hópinn og nú síðast japanskir bílaframleiðendur.

Volkswagen hefur lengi verið með öflugan rekstur í Mexíkó og þar var gamlahttp://www.fib.is/myndir/VW_beetle-1.jpg Volkswagenbjallan framleidd allt til ársins 2003. Af nútímabílum sem framleiddir eru í Mexíkó má nefna Cadillac Escalade jeppann, Chevrolet Suburban o.fl. Þá hefur verið ákveðið að nýi jepplingurinn Saab 9-4X verði framleiddur þar en ekki í Svíþjóð.