MG lengir framleiðandaábyrgð í 7 ár

Bílaframleiðandinn MG breytir ábyrgðarskilmálum sínum fyrir nýja og núverandi viðskiptavini á meginlandi Evrópu. Frá og með 1. janúar 2021 mun stöðluð sjö ára ábyrgð/150.000 km framleiðsluábyrgð fylgja rafbílnum.

Með þessum nýju skilmálum býður MG upp á eina bestu ábyrgðarskilmálana á meðal stærstu bílaframleiðenda á Evrópumarkaði. MG-bílaframleiðandinn sendir með þessu enn ein skilaboðin sem fela í sér traust á eigin framleiðslugæðum og framúrskarandi tæknibúnaðinum í rafbílum og tengiltvinnbílum.

Framlengda verksmiðjuábyrgðin er nú 7 ár/150.000 km og gildir um bílinn í heild sinni, þ.m.t. íhluti rafdrifs á borð við litíum-jóna-rafhlöðuna og rafmótorinn. Ryðvarnarábyrgðin í MG ZS EV og MG EHS Plug-in Hybrid gildir einnig í 7 ár og engin takmörkun á kílómetrafjölda hennar.

Viðskiptavinir sem kaupa nýjan MG njóta einnig vegaaðstoðar fyrsta árið eftir skráningu. Ef söluaðili MG sér um viðhald bílsins er þessi þjónusta framlengd um eitt ár í senn, að hámarki í sjö ár í röð – án endurgjalds. Að sjálfsögðu flyst þessi ábyrgð áfram til næstu eigenda.

Viðskiptavinir sem keyptu nýjan MG árin 2019 og 2020 verða uppfærðir í þessa nýju skilmála um framleiðandaábyrgð – án endurgjalds. Þar að auki njóta þeir 8 ára/150.000 verksmiðjuábyrgðarinnar sem nú gildir um litíum-jóna-rafhlöðuna.