Michelin í 120 årÞann 28. maí voru 120 ár liðin frá því að Michelin fyrirtækið, sem við þekkjum best sem framleiðanda ágætra hjólbarða, hóf starfsemi. Michelin var stofnað í bænum Clermont-Ferrand í Mið-Frakklandi og störfuðu um 50 manns hjá hinu nýja fyrirtæki. Aðeins tveimur árum síðar fundu starfsmenn þess upp loftfyllta hjólbarðann sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti bílsins allar götur síðan.

Í dag, 120 árum síðar er Michelin eitt stærsta hjólbarðaframleiðslufyrirtæki heims. Hjá því starfa 118 þúsund manns í  170 löndum. Hjólbarðaframleiðslan er lang fyrirferðarmest í starfseminni en Michelin hefur fengist við mjög margt og raunar flest sem tengist bílum, flutningum og ferðamennsku. Michelin hefur á langri ævi sinni byggt m.a. spor- og lestarvagna, bíla og flugvélar, gefið út vegakort og ferðahandbækur og margt margt fleira.

Í tilefni afmælisins hefur Michelin opnað safn þar sem saga fyrirtækisins og starfsemi þess er sýnd. Safnið heitir L’Aventure Michelin og hægt er að kynnast því að nokkru á vefslóðinni sem er hér að finna.