Michelin innkallar sumarhjólbarða

The image “http://www.fib.is/myndir/Michelin_logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Michelin hefur tekið þá ákvörðun að innkalla sumarhjólbarða af gerðinni Michelin Pilot Sport 255/35 ZR20 97Y Extra Load. Þetta hefur verið ákveðið eftir nákvæma skoðun á hjólbörðum sem kvartað hafði verið undan og þeim skilað aftur. Skoðunin hefur að sögn danska tímaritsins Motormagazinet leitt í ljós misræmi sem í vissum tilfellum getur leitt þess að dekkið tapi loftinu skyndilega.
Í tilkynningu frá Michelin segir að þar sem of lágur loftþrýstingur í dekkjum sé varasamur og að fyrirtækið hafi öryggi fólksins í bílnum í fyrirrúmi, þá taki umboðsaðilar við öllum dekkjum af gerðinni Michelin Pilot Sport 255/35 ZR20 97Y Extra Load og láti önnur sambærileg en gallalaus dekk af hendi í staðinn án endurgjalds. Michelin Nordic óskar beinlínis eftir því að þeir sem aki á hjólbörðum af gerðinni 255/35 ZR20 97Y Extra Load Michelin Pilot Sport hafi samband við neytendaþjónustu Michelin Nordic. Síminn þar er (0045) 36906060.