Mikil aukning í bílasölu í janúar

Ekkert lát er í bílasölu á Íslandi en samkvæmt nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu er 29,2% aukning í sölu á bílum í janúar nýliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 1.810 bílar í janúar í ár miðað við 1.402 bíla í janúar í fyrra.

Söluhæsta bílaumboðið er BL en þar á bæ seldust 427 bílar í janúar sem er hátt í 9% aukning á milli ára. Toyota kemur næst með 374 bíla sem er um 42% aukning og Brimborg er þriðja hæsta umboðið með 366 bíla sem er um 73% aukning á milli ára. Bílaumboðið er í fjórða sætinu með 299 bíla sem er aukning um 80% á milli ára

BL er með 24.1% markaðshlutdeild eftir fyrsta mánuð ársins.Toyota 20,7%, Brimborg 20,2%, Hekla 16,5% og Askja 9,2%.

Volvo var stærsta lúxusbílamerkið og seldust 55 Volvo bílar í janúar. Jókst sala þeirra um 162% milli ára og er hlutdeild Volvo í janúar mánuði 27,4% af lúxusbílamarkaðnum.