Mikil aukning umferðar síðan 2012

Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent, minna en á síðasta ári en samt er þetta mjög mikil aukning. Umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni sem komu út í dag.

Í upplýsingunum kemur fram enn fremur fram að undanfarin ár, eða síðan 2012 hefur umferðin aukist tvöfalt meira en að meðaltali síðan 2005 eða um 7,6 prósent meðan meðaltalið á ári yfir allt tímabilið er 3,4 prósent.

Umferð í nýliðnum desember jókst um 9,3% miðað við sama mánuð árið 2016. Þessi aukning er mun minni en varð á síðasta ári en á svipar til aukningarinnar á milli áranna 2014 og 2015. Mest jókst umferð um teljarasnið á Suðurlandi eða um 16,1% en minnst um snið á Austurlandi eða um 8,6%. 

 Umferðin jókst mest um Hringveginn á Mýrdalssandi

Af einstaka teljarasniðum jókst umferð mest um Hringveginn á Mýrdalssandi eða um 21,8%.  Þessi mikla aukning vekur athygli þar sem ári áður hafði umferðin aukist um 89,3% milli desember mánaða 2015 og 2016 og þar á undan um 41,3% þ.a.l. hefur umferðaraukningin austan við Vík í Mýrdal í desember (jafnframt aðra mánuði einnig) verið fádæma mikil undanfarin ár.

Frá árinu 2005 hefur umferðin nú aukist að jafnaði langmest í ágúst, september og október eða frá 3,8% - 4,2% á ári. Fyrir allt árið 2017 gildir að umferðin hefur aukist um 10,6% miðað við árið 2016.  Þetta er næst mesta aukning yfir mælisniðin 16 frá upphafi þessarar samantektar.

Mest jókst umferðin um Suðurland eða um 15,5% en minnst jókst umferðin yfir mælisnið á Vesturlandi eða um 8,8%. Líkt og milli mánaða jókst umferð mest, fyrir einstaka mælisnið, um Mýrdalssand eða um 24,4%.

Umferðinni hefur aukist um 3,4% á ári að jafnaði frá 2005

Fyrir árið í heild hefur umferðin nú aukist um 3,4% á ári að jafnaði frá árinu 2005, sem telja verður hóflegur vöxtur, en frá árinu 2012 hefur árlegur vöxtur numið um 7,6%, sem telja verður mjög mikill fyrir áður nefnt tímabil. 

Umferðin á síðasta ári jókst mest á þriðjudögum eða 12,3% en minnst var aukningin á sunnudögum eða 7,9%.  Mest er ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.