Mikil eftirspurn eftir Tesla Model 3

Tesla ætlar í júlí í sumar að hefja framleiðslu á Tesla Model 3. Ætlunin er í byrjun að framleiða um fimm þúsund bíla á viku og á næsta ári verði framleiðslan kominn í tíu þúsund eintök.

Fyrstu bílarnir verða síðan afhentir nýjum og spenntum eigendum á miðju ári 2018. Mikil eftirspurn er eftir þessum bílum en nú þegar hafa borist yfir 400 þúsund pantanir.

Tesla Model 3 verður fyrsti bíllinn frá Tesla sem mörgum verður gert kleift að kaupa en verðið er áætlað frá tæpum fjórum milljónum króna. Bíllinn á að komast 350 km vegalengd á fullri hleðslu og hann nær 100 km hraða á undir sex sekúndum.

Elon Musk forstjóri Tesla segir fyrirtækið stefna að því að framleiða um 500 þúsund bíla fyrir lok 2020. Þess má geta að Tesla hóf byggingu risa rafhlöðu verksmiðju 2014 í nágrenni Sparks í Nevada. Á næsta ári er vonast til að hún hafi náð fullri afkastagetu.