Mikill verðmunur á GPS leiðsögutækjum

http://www.fib.is/myndir/Garmin-NUVI.jpg
Nokkur gæðamunur en mikill verðmunur er á þeim GPS leiðsögutækjum sem í boði eru í bíla. Danska neytendastofnunin hefur prófað 15 slík tæki sem öll fást í verslunum í Danmörku eða á Netinu.

Niðurstaðan er sú að flest tækin eru ámóta að gæðum en mjög mismunandi hvað varðar búnað og ekki þó síst verð. 12 af 15 fá þá einkunn að vera yfir meðallagi. Þess vegna eru það einkum þrír þættir sem helst skal hafa í sinni þegar hugað er að kaupum á leiðsögukerfi: a) Verðið – það liggur á bilinu 27-67 þúsund ísl. kr. b) Vegakortin sem fylgja með – hversu mörg lönd fylgja með í kaupunum? c) Er tækið með minniskort eða harðan disk?

Hægt er að skoða könnunina í heild á http://www.forbrug.dk/