Miklar fyrirætlanir með Fiat 500

http://www.fib.is/myndir/Risafiat500.jpg
Fiat 500 í fimmfaldri stærð á sýningunni í Frankfurt.

Hinn nýi Fiat 500 hefur haft mikið aðdráttarafl á Frankfurt bílasýningunni sem nú stendur yfir. Hann fer heldur ekki framhjá neinum á sýningunni því að eftirlíking bílsins í fimmfaldri stærð gnæfir yfir sýningarsvæði Fiat. Segja má að hið fimmfalda líkan Fiat 500 sé táknmynd þess hversu stóra hluti stjórnendur Fiat ætla sér með þennan smábíl.

-Fiat 500 verður tæknilega séð forystubíll í sínum flokki og sá athyglisverðasti,- segir einn af framkvæmdastjórum Fiat, Luca De Meo, við fjölmimðla á bílasýningunni í Frankfurt. Bíllinn sé sá „al-kúlasti“ um þessar mundir og þegar sé búið að selja fyrirfram 70 þúsund eintök af honum á Ítalíu og í næsta mánuði hefst sala á honum í Þýskalandi og mánuði síðar á Norðurlöndunum. Staðfestar pantanir liggja fyrir allsstaðar. http://www.fib.is/myndir/Fiat500cabrio.jpg

Margar og djarflegar fyrirtlanir liggja fyrir um framtíð Fiat 500, m.a. þær að bíllinn verði forystubíll í tæknilegu tilliti, í öryggi og umhverfismildi. Hvað varðar síðastnefnda þáttinn verður innan næstu tveggja ára í boði ný tveggja strokka túrbínuvél. Sú verður 900 rúmsm að rúmtaki, 105 hö og með mjög lágt CO2 útblástursgildi.

Fleiri undirgerðir eða útfærslur hafa sömuleiðis verið boðaðar. Meðal þeirra er Abarth sportútgáfa með um 150 ha. vélarafli, sérstaklega styrktri yfirbyggingu og undirvagni og á stærri hjólum. Abarth 500 verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf næsta vor. Þá er verið að þróa og reynsluaka blæjuútgáfu Fiat 500 og hafa njósnamyndir af henni verið að birtast í ýmsum fjölmiðlum undanfarið. Blæjubíllinn er sagður koma á markað um mitt næsta ár.

http://www.fib.is/myndir/Fiat500abarth.jpgFiat 500 er ekki eins og fyrirrennarinn hugsaður sem bíll hins almenna verkamanns og fjölskyldu hans heldur sem lífsstílsbíll, svipað og nýi Mini-inn. Eins og Mini verður Fiat 500 líka fáanlegur í lengdri skutbílsútgáfu. Slík útgáfa af hinum upprunalega Fiat 500 varð einmitt til á sjöunda áratugi 20. aldar og nefndist Giardinetta og er búist við að skutútgáfan fái það nafn einnig og verði framleidd bæði framhjóla- og fjórhjóladrifin.