Minna öryggi á breskum vegum vegna niðurskurðar

Niðurskurður innan bresku lögreglunnar á síðustu árum hefur orðið til þess að öryggi á vegum úti er minna en áður. Samtök bresku lögreglusamtakanna hafa mótmælt harðlega fækkun umferðarlögreglumanna á breskum vegum. Dauðaslysum í Bretlandi fjölgaði á árunum 2012-2019 en fækkaði nokkuð síðan sem rekja má að hluta til lokunaraðgerða sem gerðar voru til að bregðast við COVID-19 heimsfaraldrinum.

Bresku lögreglusamtökin segja að vegfarendur sem nota vegina okkar á hverjum degi eiga rétt á að finna fyrir öryggi. Þeir eiga skilið dygga, faglega, vel þjálfaða lögreglumenn. Það er svekkjandi að verða vitni að málin hafa þróast með þessum hæti. Vegalögreglan er nánast orðin ósýnileg.

Bent er á að árið 2009 hafi lögreglan í West Midlands haldið úti 20 mismundandi umferðadeildum og verið með 30 bíla sem sinntu umferðaröryggi á hverjum degi. Öryggið er ekki það sama og áður vegna niðurskurðar í fjárlögum breska ríkisins.