Minni umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum febrúar mánuði reyndist tæplega prósenti minni en í febrúar fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,5 prósent. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni áður en meira en í sömu viku fyrir ári af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin yfir þrjú lykilmælsnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu reyndist 0,8% minni í nýliðnum febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Mest dróst umferð saman um lykilmælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða um 6,3% en 2,8% aukning varð aftur á móti um mælisnið á Reykjanesbraut. Nú hefur umferð dregist saman um 3,5% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Fram kemur í tölunum að umferðin í nýliðnum mánuði dróst saman í öllum vikudögum utan föstudaga en þar mældinst 10,3% aukning.  En mest dróst umferð saman á sunnudögum eða um 6,8%.Ef einungis er horft til síðstu viku eða viku 9, frá áramótum, þá reyndist hún 0,5% minni en í viku 8 en aftur á móti 0,7% meiri en í sömu viku á síðasta ári.