Minni umferð í febrúar á Hringveginum

Umferðin í nýliðnum febrúar mánuði á Hringveginum dróst sama um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið settar á. Þetta er ólíkt því sem gerðist í janúar í ár þegar umferðin jókst, en frá áramótum er umferðin nú sú sama og fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir þetta er febrúar í ár sá þriðji umferðamesti frá upphafi af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Umferðin í nýliðnum febrúar yfir 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi reyndist 2,3% minni en í sama mánuði á síðasta ári. Engu að síður er þetta þriðji umferðarmesti febrúarmánuður frá upphafi mælinga.

Umferðin dróst saman í þremur svæðum af fimm, eða um Suðurland (-14,2%), í og við höfuðborgarsvæðið (-2,5%) og um Austurland (-2,3%).  Umferð jókst aftur á móti um Vesturland (5,6%) og Norðurland (9,8%).

Af einstaka stöðum varð mestur samdráttur um lykilteljara á Mýrdalssandi eða -72,1% en mesta fyrir einstaka staði reyndist vera yfir lykilteljara við Gljúfurá í Húnafirði en þar mældist tæplega 20% aukning, sem er fáséður vöxtur á þessum síðustu tímum.  En ekki má lesa of mikið í sveiflur í vetrarumferð því þær eru eðlilegar vegna misjafns veðurfars.