Minnkandi tekjur hjá Vaðlaheiðargöngum

Um tuttugu prósenta samdráttur er í tekjum Vaðlaheiðarganga hf. fyrstu átta mánuði ársins og vantar þar tæpar sextíu milljónir króna. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu félagsins af láni til ríkissjóðs sem hefjast um mitt næsta ár. Þetta kemur fram á ruv.is

Framkvæmdastjóri ganganna, Valger Bergmann Magnússon, býst við meiri samdrætti á næstu vikum. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu félagsins af láni til ríkissjóðs, en greiðslur eiga að hefjast um mitt næsta ár.

Minnkandi umferð um þjóðvegina almennt hefur auðvitað bein áhrif á umferð um Vaðlaheiðargöng. Samdráttur í ferðaþjónustu og færri erlendir ferðamenn hafa þarna áhrif sem og minnkandi ferðalög Íslendinga um heimaslóðir.

Fyrstu átta mánuði ársins fóru ríflega tuttugu prósent færri bílar um göngin en á sama tíma í fyrra og munar þar mestu um erlendu ferðamennina sem sjást varla hér á landi.

 „Það þýðir eins í tekjum, það eru um 20% minni tekjur. Við erum með 57 milljónum minna í tekjur á þessum tíma, miðað við í fyrra,“ segir Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf við RÚV.