Mustang aftur á fullri ferð

The image “http://www.fib.is/myndir/Mustang2005.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Gamla útlitið á Mustang hefur slegið í gegn - en hversu lengi lifir áhuginn?
Hinn nýi Ford Mustang með sterkan svip af hinum klassíska Mustang frá 1968 hefur slegið rækilega í gegn og hefur orðið að gefa hressilega í í verksmiðjunni í Flat Rock í Michigan til að anna eftirspurninni, en í ljósi reynslunnar af nýjum bílum með eldri svip er áhugi bílakaupenda á þeim fremur skammlífur. Því slá menn hressilega í hjá Ford meðan áhugi almennings fyrir bílnum er enn vakandi.
Til þessa hafa framleiðsluafköstin numið sem svarar 150 þúsund bíla ársframleiðslu en hún hefur nú verið aukin í 200 þúsund sem er meira en þegar gamli klassíski Mustanginn var á hátindi vinsælda og eftirspurnar.
Ekkert bendir til þess að Ford hyggist markaðssetja Mustanginn í Evrópu. Hann er því einungis fáanlegur víðast hvar í álfunni sem sérpantaður hjá Fordumboðum eða þá keyptur hjá „hliðarinnflytjendum.“