N1 lækkar Mobil 1 um 19,3% - olían er eftir sem áður 143% dýrari en í Costco

FÍB kannaði verð á tveimur smurolíutegundum þann 18. ágúst hjá Costco, N1 og Olís, líkt og fram hefur komið.  Samkvæmt heimasíðu N1 hefur Mobil 1 0W-40 í 4 lítra umbúðum nú verið lækkað úr 10.425 í 8.413 krónur sem er lækkun um 2.012 krónur eða um 19,3%.  Við þetta fer verðmunurinn á milli Costco og N1 miðað við sama magn úr 201% í 143%.