N1 og Shell halda háu verði að sínum viðskiptavinum

N1 og Skeljungur hækkuðu eldsneytisverð til sinna viðskiptavina í gær þvert á þróun verðlags á heimsmarkaði.  Nýju verðin eru enn þá uppi á útsölustöðum N1 og Shell þrátt fyrir ábendingar FÍB o.fl. um að hækkunin í gær væri á skjön við þróunina í löndunum í kringum okkur. 

 Sú furðulega staða er uppi að þessi stóru fyrirtæki á neytendamarkaði telja sig ekki þurfa að rökstyðja þessa verðhækkun á heimasíðum sínum.  Það hefur þó mátt sjá í fjölmiðlum að málsmetandi menn þar á bæ grípa til þess úrræðis að bera fyrir sig hækkun á heimsmarkaði og neikvæðri þróun gengis íslensku krónunnar síðustu daga.  Líkt og FÍB hefur bent á þá eru þetta ekki boðlegar skýringar.  Það eru ekki virðingarverðir viðskiptahættir að réttlæta aukna álagningu með hálfsannleik. 

Forvígismenn Atlantsolíu og Olís höfðu ekki elt hækkun tveggja stærstu olíufélaganna nú undir kvöldmat þann 7. Júlí.  Dóturfyrirtæki N1, Ego og Orkan dótturfyrirtæki Skeljungs hafa heldur ekki hækkað á sínum bensínstöðvum.

Fréttavefur FÍB mun fylgjast náið með þessu máli og upplýsa neytendur um þróunina