Nær allir bílstjórar og framsætisfarþegar í bílaleigubílum nota bílbeltin

Samkvæmt báðum könnununum Rannsókna og ráðgjöf ferðaþjónustunnar frá 2017-2018 notuðu nær allir bílstjórar og framsætisfarþegar í bílaleigubílum bílbeltin (99%). Hins vegar var talsverður misbrestur á því hjá aftursætisfarþegum þar sem þrír eða fleiri voru í bíl. Þannig voru 82% aftursætisfarþega í könnun meðal ökumanna alltaf í beltum en 18% ekki. Í könnuninni í Leifsstöð voru 86% aftursætisfarþega alltaf í beltum en 14% ekki.

Aðeins 63% aftursætisfarþega frá Asíu notuðu alltaf bílbelti, 77% aftursætisfarþega utan helstu markaðssvæða, 84% slíkra farþega hjá ferðamönnum frá Norður-Ameríku, 88% meðal gesta frá Suður-Evrópu og 91% meðal ferðamanna frá Mið-Evrópu.

Ófrávíkjanleg bílbeltanotkun aftursætisfarþega var síðan meðal 93% gesta frá Bretlandseyjum, 96% Norðurlandabúa og 100% meðal aftursætisfarþega frá Benelux löndunum.