Nætursjón í bíla frá Bosch

http://www.fib.is/myndir/N%E6tursjon.jpg
Hingað til hafa einungis kattardýr getað séð í myrkri. Til eru nætursjónaukar sem hafa verið mjög dýrir og margir minnast þess hve langan tíma það tók fjárveitingavaldið að fjárfesta í nætursjónaukum fyrir björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar. En tæknin lætur ekki að sér hæða – hún verður stöðugt betri og jafnframt ódýrari og nú hefur þýska íhlutaframleiðslufyrirtækið Bosch þróað nætursjónbúnað í bíla. Með búnaðinum geta ökumenn séð það sem framundan er skýrt og greinilega þótt svartamyrkur sé, þoka og dimmviðri – allt í senn.

Þetta nætursjónkerfi er saman sett af infrarauðum luktum í aðalljósunum, myndavél og skjá inni í bílnum eins og sést á myndinni. Á skjánum sést það sem er allt að 150 metra framundan bílnum eða um það bil fjórum sinnum lengri vegalengd en lági aðalljósageislinn lýsir. Og þar sem infrarautt ljós er ósýnilegt mannlegu auga, þá blindar innrauði geislinn að sjálfsögðu ekki þá ökumenn sem á móti koma.

Myndavélinnni er komið fyrir í framrúðunni í sem því sem næst augnhæð ökumann og hún sýnir á skjánum í mælaborðinu í svart/hvítri mhreyfimynd það sem augu ökumannsins ná ekki að greina framundan bílnum. Búnaðurinn eykur augljóslega öryggið því að ökumaður getur forðað árekstri við t.d. búfénað eða villt dýr á veginum eða aðra bíla sem framundan eru og eru ósýnilegir vegna þoku.
http://www.fib.is/myndir/N%E6tursjon-stor.jpg