Natalie Robyn nýr framkvæmdastjóri FIA

Natalie Robyn hefur verið ráðin í nýja stöðu sem leiðandi alþjóðlegur framkvæmdastjóri Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, og mun hún hefja störf á næstunni. Natalie á að baki 15 ára reynslu í bíla- og viðskiptum tengdum bílaiðnaðinum. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum hjá Nissan, Volvo og DaimlerChrysler.

Natalie, sem fædd er í Bandaríkjunum, er með BA í alþjóða viðskiptum og rekstri frá Colgate háskóla og MBA frá Thunderbird School of Global Management. Henni er falið að bera ábyrgð rekstri FIA sem hefur alltaf tíð staðið sterkur. Ennfremur er henni ætlað að stýra heldarstefnunni, koma fram með umbætur innan FIA, auka fjölbreytni í tekjustreymi FIA og tryggja fjármálastöðugleika.

,,Ég hlakka til nýja starfsins, koma sýn minni á umbætur og vinna með öllum félögum innan FIA. Það fylgja þessu nýja starfi fjölmargar áskoranir og það eru fram undan mjög skemmtilegir og spennandi tímar.

Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, lýsir yfir mikilli ánægju með komu Natalie til FIA.,,Hún hefur yfir viðtækri reynslu að ráða sem mun skila fjölbreytileika og styrkja FIA á öllum sviðum.“