Negldu dekkin eiga að vera farin

http://www.fib.is/myndir/Nagladekk.jpg

Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja má ekki aka á negldum vetrardekkjum og á snjókeðjum frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Vegna fyrirvarans sem síðast er nefndur hér að ofan er hefðin sú að ganga ekki hart eftir því að nagladekkin séu tekin undan bílum fyrr en um og upp úr máðaðamótum apríl og maí en nú er sá umframtími liðinn. Sjálfsagt er engin þörf á að minna fólk á að taka snjókeðjurnar undan, en öðru máli gegnir með nagladekkin. Víðast hvar í byggð á landinu hefur þörfin fyrir negld dekk vart nokkursstaðar verið til staðar frá því í mars. Engu að síður eru umtalsvert margir bílar enn á negldu dekkjunum og má nú búast við að lögregla taki  brátt að sekta fyrir slíkt.

Sektirnar eru ekkert litlar – fimm þúsund krónur á hvert neglt dekk – 20.000 kr á allan dekkjaganginn.