Neil Young í bílabreytingum

http://www.fib.is/myndir/LincolnContin.jpg
Lincoln Continental 1959.


Dagblaðið Wichita Eagle í Kansas í Bandaríkjunum greinir frá því gamla rokkhetjan Neil Young sé að breyta viðhafnarbíl sínum sem er Lincoln árgerð 1959 í tengiltvinnbíl. Það er tæknimaður og bifvélavirki að nafni Jonathan Goodwin í Wichita sem stendur að tæknihlið málsins en Neil Young er sjálfur að vinna í bílnum með Goodwin og tæknimönnum hans.

-Jonathan og bílinn verða senn kafli í samgöngusögunni. Við ætlum að breyta heiminum með því að skapa bíl sem leysir okkur undan því að ausa peningunum okkar í aðrar þjóðir í skiptum fyrir olíu. Þetta erum við að gera hér í Wichita því hér er fínt fólk sem kann til verka,- sagði Neil Young í samtali við blaðið. http://www.fib.is/myndir/NeilYoung.jpg

Neil Young segist vera með mikla bíladellu og halda mest upp á stóra og rúmgóða ameríska bíla. Hann hefur lengi safnað bílum og á gott safn klassískra bíla frá sjötta og sjöunda áratugi sl, aldar.

Um það bil átta mánuðir eru síðan hann ákvað að breyta einum bíla sinna – drapplitum og mjög eyðslufrekum Lincoln Continental blæjubíl og gera hann umhverfismildan. Hann segist fyrst hafa hugsað um setja í hann dísilvél og keyra á lífrænni dísilolíu. Með það í hyggju hóf hann leit á Internetinu að verkstæðum og hugvitsfólki sem væri alls ótengt og óháð stórfyrirtækjum og laust við grillur og fordóma og létu ekki verkefnið vaxa sér í augum. Þannig hefði hann fundið Jonathan Goodwin sem uppfyllti allt ofannefnt.

Young ók síðan Lincolninum frá heimili sínu í Los Angeles til Wichita í Kansas ásamt kvikmyndagerðarmanninum sem á sínum tíma myndaði rokkhátiðina miklu í Woodstock við New York árið 1967 en breytingin á bilnum er kvikmynduð jafnharðan. Bíllinn eyddi tæpum 28 lítrum af bensíni á hverja 100 km á þessari löngu leið og 18 sinnum þurfti að fylla á eldsneyti á leiðinni.

Þegar þeir Young og Goodwin hittust varð niðurstaðan sú að breyta bílnum í tengiltvinnbíl í stað dísilbíls. Þegar breytingunnum lýkur er ætlunin að aka bílnum til Washingtonborgar og sýna hann þingmönnum og öðru áhrifafólki þar.