Netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur falið Íslenskri Nýorku að gera netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti í samstarfi við Orkusetur og munu niðurstöður verða birtar í nóvember.

Markmið könnunarinnar er að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir eru. Könnunin mun gefa vísbendingar um hvar mest er hlaðið, hvort notendur merki mun á aðgengi frá því í fyrra og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.

Það tekur að meðaltali 6 mínútur að svara könnuninni en hún er nafnlaus og svör eru ekki rekjanleg til þátttakenda. Vonast er til að sem flestir rafbílaeigendur taki þátt í könnuninni svo að niðurstöður endurspegli upplifun og þarfir breiðs hóps notenda hleðslustöðva á Íslandi.

Taktu þátt hér: https://www.surveymonkey.com/r/B8VG7QY