Neytendasamtökin stefna Esso

Neytendasamtökin stefna fyrir hönd eins félagsmanns síns
Olíufélaginu Esso til greiðslu bóta vegna skaða sem félagsmaður varð fyrir vegna samráðs olíufélaganna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Neytendasamtökin krefjast fyrir hönd mannsins 3-400 þúsund króna skaðabóta. Að baki kröfunni eru bensínnótur sem maðurinn hélt saman á árunum 1995 til 2001. Allan þann tíma keypti hann eldsneyti hjá einu olíufélagi, Esso.
Málið verður sem fyrr segir þingfest á morgun en væntanlega tekið fyrir hjá dómnum í haust þegar réttarhlé, sem hefst um mánaðamótin, er afstaðið