Nissan boðar forföll í Detroit

http://www.fib.is/myndir/InfinitiG35.jpg

Heimskreppan sem nú er að færast í aukana hefur ekki síst áhrif á bílaiðnaðinn. Einn af höfuðviðburðum bandaríska bílaiðnaðarins er hin árlega bílasýning í Detroit. Hún virðist ekki ætla að verða svipur hjá sjón í ár því að í gær tilkynnti Nissan/Infiniti að engir bílar frá fyrirtækinu yrðu í Detroit að þessu sinni. Áður höfðu Porsche, Land Rover, Rolls Royce, Ferrari, Suzuki och Mitsubishi boðað forföll. Sýningin verður opin almenningi 11.-15. janúar nk.

Hinir þrír stóru í Detroit, eða hin þjóðlegu bandarísku bílafyrirtæki GM, Ford og Chrysler berjast nú fyrir lífi sínu og verða því allra hluta vegna að taka þátt í Detroitsýningunni. Erlendir bílafjölmiðlar búast hins vegar ekki við miklum tíðindum frá þeim á sýningunni. Til þess að ráða við slíkt séu þeir einfaldlega of illa staddir og sérstaklega þó Chrysler og GM.