Nissan Qashqai – sá traustasti til þessa

http://www.fib.is/myndir/Euroncap-logo.jpg
Euro NCAP tilkynnti í morgun um niðurstöður árekstursprófana á tveimur tegundum bíla í flokki minni fjölskyldu- og fjölnotabíla. Bílarnir eru Kia Carens og Nissan Qashqai. Nissan bíllinn fær fimm stjörnur og að baki stjörnunum eru fleiri stig en nokkur bíll hefur áður hlotið í prófunum Euro NCAP þau tíu ár sem stofnunin hefur starfað.

Gengi bíla í þessum stærðarflokku hefur verið upp og niður í prófunum Euro NCAP síðustu 12 mánuðina, allt frá tæpum tveimur stjörnum (önnur stjarnan gegnumstrikuð) og upp í fimm. En aldrei áður hefur bíll náð fullum 37 stigum eða næstum fullu húsi fyrir vernd fullorðinna í bílnum.The image “http://www.fib.is/myndir/Arekstur-Qash1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. http://www.fib.is/myndir/Arekstur-Quash3.jpg

Í árekstursprófum Euro NCAP er styrkur bíla í framanáárekstrum og hliðarákeyrslum prófaður til að meta hugsanleg meiðsli á fólkinu í bílnum og hvar þau helst yrðu á líkamanum ef árekstur verður. Adrian Hobbs, framkvæmdastjóri Euro NCAP segir fulla ástæðu til að óska Nissan til hamingju með þann árangur að koma fram með þetta sterkan bíl í fyrstu atrennu, en Qashqai er alveg ný gerð. Síðast kom Nissan með nýja gerð minni fjölskyldubíla fram á sjónarsviðið árið 2001  

Árangur Kia Carens varð sá að bíllinn hlaut fjórar stjörnur fyrir vernd fullorðinna. Carensinn er fyrsti bíllinn frá Kia í þessum flokki sem árekstursprófaður er hjá Euro NCAP. http://www.fib.is/myndir/Arekstur-Carens1.jpgThe image “http://www.fib.is/myndir/Arekstur-Carens3.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.