Nútími og framtíð mætast í Genf

Bílasýningin í Genf hefur lengstum verið sú sýning þar sem flestar nýjungar eru viðraðar, meðan sýningarnar í Frankfurt  og París eru meira fyrir það hefðbundna. Sú Genfarsýning sem nú stendur er engin undantekning frá reglunni. Þar gefur að líta fjölda nýjunga sem fléttast saman við það betur þekkta. Sumar nýjungarnar eru svo miklir framtíðardraumar að  erfitt er að sjá fyrir sér að þær rætist nokkru sinni, en hvað um það. Stundum verður víst að brýna raustina til að í manni heyrist.

 Nú er hefðbundið bíleldsneyti dýrt og mun að öllum líkindum halda áfram að hækka. Bílaiðnaðurinn bregst vissulega við því og það endurspeglast vel á sýningunni í Genf. Meira að segja Rolls Royce sem alla tíð hefur byggt „klæðskerasaumaða“ lúxusbíla fyrir fólk sem þarf ekkert sérstaklega að velta fyrir sér eyðslu eða eldsneytisverði, sýnir þar sinn fyrsta rafknúna Rolls Royce nokkru sinni. Rafmagnsrollsinn kallast 102 ex og er endurbyggður Phantom. Hvort fleiri verða byggðir er svo alls óvíst.

Það eru ekki bara stóru framleiðendurnir sem sýna afurðir sínar á bílasýningunni í Genf, heldur líka mikill fjöldi smærri framleiðenda og bílasmiðja sem byggja bíla eftir pöntun. Meðal þeirra eru þýska sportbílasmiðjan Wiesmann sem greinilega sækir útlit bíla sinna til fortíðar. Önnur minna þekkt þýsk sportbílasmiðja sem heitir Gumpert sýnir þar ofurbílinn Tornante; tveggja sæta sportbíl með 700 ha. V8 vél og boðar að annar enn öflugri sé væntanlegur fljótlega.

De Tomaso er gömul sportbílasmiðja sem dvalið hefur við dauðans dyr um árabil. De Tomaso byggði sportbíla sem þóttu ágætir á áttunda áratuginum. Smiðjan er nú að rísa upp að nýju og sýnir nýjan bíl sem reyndar er fólksbíll sem nefnist Deuville.

 Alpina er bílasmiðja sem sérhæfð er í að endurbyggja BMW bíla. Alpina hefur breytt BMW 5 í 507 ha. tryllitæki og AMG smiðjan þýska sem reyndar er alfarið í eigu Mercedes Benz, hefur breytt langbak af c-línunni  á svipaðan hátt.

Toyota sýnir hinn nýja stækkaða Prius;  Prius + i eins og hann kallast og er sjö manna í stað fimm. Þessi stóri Prius er tilbúinn í framleiðslu og kemur á sölustaði Toyota vestan- og austanhafs ás fyrrihluta næsta árs. Einnig gefur þarna að líta nýja kynslóð Yaris en myndin efst í þessari frétt er af honum.

Fiat 500 er sá bíll sem einna mesta kynningu fékk þegar hann var að koma í sölu. Sáralitlar útlitsbreytingar hafa orðið á þessum vel heppnaða smábíl fyrr en nú þegar frumsýndur er í Genf sem hugmyndarbíll, sportleg útgáfa sem nefnist Fiat 500 Coupe Zagato. Hann er sýndur með nýju tveggja strokka 105 ha. túrbínubensínvélinni sem reyndar er þegar komin fram í „gömlu“ gerðinni af Fiat 500.

Nissan viðrar ýmsar nýjungar. Þeirra á meðal er tveggja sæta raf-sportbíllinn Esflow. Bíllinn mun vera á hugmyndarstigi ennþá, en sú lína sem fylgt er í útliti hans þykir vera vísbending um framtíðarútlit sportbíla frá Nissan. Drægi þessa sportbíls er 150 km á hleðslunni og viðbragðið úr kyrrstöðu í hundraðið er undir fimm sekúndum.

Renault, sem er bróðurfyrirtæki Nissan, sýnir hugmyndarbílinn R Space, sem líklega verður arftaki Scenic að einhverju leyti í það minnsta.

En látum myndirnar tala sínu máli. 

http://www.fib.is/myndir/G-Fiat.jpg
Gamalt og nýtt blandast í Genf.

http://www.fib.is/myndir/G-Jaguar-E.jpg

Jaguar E frá því um 1970.
http://www.fib.is/myndir/G-Aria.jpg
Tata Aria.
http://www.fib.is/myndir/G-FordFocus.jpg
Ný kynslóð Ford Focus.
http://www.fib.is/myndir/G-FordVertrek.jpg
Ford Vertrek. Nýr jepplingur.
http://www.fib.is/myndir/G-Jaguar.jpg
...og nýjasti Jagúarinn.
http://www.fib.is/myndir/G-Fiat500zagato.jpg
Fiat 500 Coupe Zagato.
http://www.fib.is/myndir/G-Nissan04.jpg
Rafbíll frá Nissan.
http://www.fib.is/myndir/G-Nissan05.jpg
Létt inn- og útstig.
http://www.fib.is/myndir/G-NissanSport.jpg
Nissan Esflow rafbíll.

 

http://www.fib.is/myndir/G-Peugeot.jpg
Peugeot 3008 dísil-tvinnbíll.
http://www.fib.is/myndir/G-Picanto.jpg
Ný kynslóð Kia Picanto.
http://www.fib.is/myndir/G-RangeRover.jpg
Nýjasti Range Roverinn.
http://www.fib.is/myndir/G-Renault02.jpg
Rafbíll frá Renault.
http://www.fib.is/myndir/G-Rinspeed.jpg
Rinspeed hönnunarfyrirtækið í Sviss
sýnir þetta skemmtifarartæki.
http://www.fib.is/myndir/G-sport.jpg
Glænýr en dálítið fornlegur Wiesmann
sportbíll.
http://www.fib.is/myndir/G-eldgamalt.jpg
Gamalt og nýtt blandast á bílasýning-
unni í Genf.
http://www.fib.is/myndir/Bulli-vw.jpg
VW Bulli. Sex manna og mun fást sem
rafbíll eða með dísil, eða bensínvélum.