Ný bílvél frá Nissan

http://www.fib.is/myndir/Nissan-logo.jpg
Nissan hefur þróað nýtt ventlastjórnkerfi fyrir bílvélar sínar sem kallað er VEL og stendur fyrir Variable Valve Event & Lift System sem útleggjast mætti sem breytileg vinnslu og opnunarstjórn.

Þetta nýja kerfi á að bæta eldsneytisnýtni véla verulega sem þýðir meira afl og tog, minni eldsneytiseyðslu og minni mengun. Eldsneytissparnaður kerfisins er sagður geta numið um allt að 13% og vinnsla vélarinnar eða tog aukist um 9%. Kerfið er sagt gera svipaða hluti og Valvetronic-kerfi BMW en vera öðruvísi uppbyggt því hjá Nissan fái kerfið afl frá litlum rafmótor. Hvenær þessa nýja kerfis má vænta í Nissanbílum er ekki gefið upp
http://www.fib.is/myndir/Vel_control.jpg