Ný hraðhleðsla í Borgarnesi

Búið er bæta við hraðhleðslu í Borgarnesi og þannig fjölgað hleðslumöguleikum rafbílaeiganda á þessum fjölfarna stað. Nýja hraðhleðslan er við þjóðveginn á planinu hjá N1.

Orka náttúrunnar  tók forystu um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á árinu 2014 hefur fjöldi þeirra hér á landi fertugfaldast. Hlöður ON eru nú orðnar 20 víðs vegar um landið.

Fyrstu hlöðurnar voru settar upp í Reykjavík 2014 og frá þeim tíma hefur rafbílum sem nýtt geta hlöðurnar fjölgað umtalsvert.