Ný hraðhleðsla í Breiðholti

Elín Guðmannsdóttir, 89 ára gamall tannlæknir sem hefur átt rafbíl í þrjú ár, hlóð bílinn sinn í fyrsta skipti með hraðhleðslu í dag við opnun hlöðu á þjónustustöð Orkunnar við Suðurfell í Breiðholti.

Elín skipti yfir á rafmagnsbíl fyrir um þremur árum vegna þess hvað það er vistvænt og ódýrt. Hún á sumarbústað við Þingvallavatn og þangað ferðast hún oft á rafbílnum. Engu að síður hefur hún aldrei notað hraðhleðslu, fyrr en í dag. Elín er þó að að velta fyrir sér að fá sér langdrægari bíl til að hafa meira svigrúm í bílferðunum austur.

Hraðhleðslan við Suðurfell er sú 34. sem Orka náttúrunnar setur upp til að þjóna rafbílaeigendum. Tvær hlöður ON – við Bæjarháls og í Borgarnesi – eru með tveimur hraðhleðslum. Auk þess hefur ON sett upp hlöður í bílageymslum beggja turnanna við Smáralind án þess þó að þar sé hraðhleðsla. Hlöðurnar eru því líka 34 að þeirri meðtalinni sem tekin var í notkun í dag.